Jæja, komið vor og tími á nýtt blogg. Er bara búin að vera drullu lasin síðan á sunnudag, fékk þessa skelfilegu pest með 40 stiga hita og uppköst i tvo sólarhringa, svo aðeins minni hita og svo er þetta loks að þokast í rétta átt. Er samt hrillilega kvefuð og illahaldin enn þá. Afrekaði samt að fara með dæturnar allar saman í systkinamyndatöku á leikskólanum áðan, það gekk bara þokkalega, Hekla og sérstaklega Mía voru rosa duglegar að brosa, Úlla var meira svona steinrunnin í framan, en svo liftist aðeins á henni brúnin ;) Hún er reyndar svo óheppin að vera með bólgna vör eftir fall á andlitið í leikskólanum í gær og nokkrar aðrar smá skrámur... en hún náði allavega ekki að fá hlaupabóluna fyrir myndatökudaginn! Fyrir einstaklingsmyndatökurnar á leiksólanum um daginn var hún reyndar bitin í hökuna af öðru barni :/ svona 5 mínútum fyrir myndatökuna! En það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu.
Ég er annars alltaf bara að leita að vinnum til að sækja um, fann þetta djobb í gær, verst ég náði ekki að senda umsókn því fresturinn rann út sama dag ;)
En jæja ætli það sé ekki best að fara að snúa sér að verkefnum dagsins, hér er allt í rúst, þar sem ég hef ekki verið í standi til að gera sérlega margt síðustu daga. Ekki nema svona tugir kílóa af óhreinu taui (er ekki að djóka, skáparnir eru tómir) og dót og drasl um allar jarðir, en til allrar hamingju eru þetta nú ekki margir fermetrar!
fimmtudagur, apríl 02, 2009
miðvikudagur, janúar 14, 2009
Gleðilegt ár 2009
Jæja, kominn tími á fyrsta blogg ársins hérna... og vonandi ekki það síðasta...
Við erum búin að skreppa til Íslands og komin til baka aftur, eins og flestir vita. Við höfðum það náttulega ljómandi fínnt á Íslandi, þrátt fyrir endalausar pestir, hefði nú samt verið skemmtilegra að ná að heimsækja fleiri og ekki heimsækja læknavaktina eins oft, en svona er þetta stundum.
Úlfhildur varð hvorki meira né minna en 14 mánaða gömul í gær og ákvað að gera smá kúnstir í tilefni dagsins... hún byrjaði á að opna sjálf hurðina inn á klósett :o/ ekki alveg það besta... svo var hún í svaka stuði og var að reyna að hoppa, eins og hún er reyndar búin að vera að reyna í einhverjar vikur núna, nema núna tók ég eftir að hún er alveg farin að ná að sleppa gólfinu með báðum fótum, s.s. raunverulegt hopp! ;) Svo seint í gærkvöldi þegar hún var búin að vera sofandi þó nokkuð lengi, og ég alveg að sofna í sófanum, heyri ég eitthvað skrítið þrusk innan úr herbergi, svo ég stekk á fætur og opna hurðina... mæti ég þá bara ekki barninu í dyrunum... þá hafði hún sem sagt bara vippað sér sjálf út úr rimlarúminu og var að reyna að opna rennihurðina og var bara nokkuð ánægð með sig! ...móðir hennar var hins vegar ekki alveg eins hrifin af þessu uppátæki og hyggst fjarlægja teppið sem hún setti undir dínuna við höfðagaflinn til að barnið svæfi betur...
Stóru stelpurnar eru annars bara hressar líka, Hekla fór í fyrsta Hörpu tímann eftir jólafrí í gær og er því aftur byrjuð að spila önnur lög en jólalög. Sjálf er ég byrjuð að senda af stað atvinnu umsóknir, svo nú verður spennandi að vita hvort ég fæ einhver svör!
Við erum búin að skreppa til Íslands og komin til baka aftur, eins og flestir vita. Við höfðum það náttulega ljómandi fínnt á Íslandi, þrátt fyrir endalausar pestir, hefði nú samt verið skemmtilegra að ná að heimsækja fleiri og ekki heimsækja læknavaktina eins oft, en svona er þetta stundum.
Úlfhildur varð hvorki meira né minna en 14 mánaða gömul í gær og ákvað að gera smá kúnstir í tilefni dagsins... hún byrjaði á að opna sjálf hurðina inn á klósett :o/ ekki alveg það besta... svo var hún í svaka stuði og var að reyna að hoppa, eins og hún er reyndar búin að vera að reyna í einhverjar vikur núna, nema núna tók ég eftir að hún er alveg farin að ná að sleppa gólfinu með báðum fótum, s.s. raunverulegt hopp! ;) Svo seint í gærkvöldi þegar hún var búin að vera sofandi þó nokkuð lengi, og ég alveg að sofna í sófanum, heyri ég eitthvað skrítið þrusk innan úr herbergi, svo ég stekk á fætur og opna hurðina... mæti ég þá bara ekki barninu í dyrunum... þá hafði hún sem sagt bara vippað sér sjálf út úr rimlarúminu og var að reyna að opna rennihurðina og var bara nokkuð ánægð með sig! ...móðir hennar var hins vegar ekki alveg eins hrifin af þessu uppátæki og hyggst fjarlægja teppið sem hún setti undir dínuna við höfðagaflinn til að barnið svæfi betur...
Stóru stelpurnar eru annars bara hressar líka, Hekla fór í fyrsta Hörpu tímann eftir jólafrí í gær og er því aftur byrjuð að spila önnur lög en jólalög. Sjálf er ég byrjuð að senda af stað atvinnu umsóknir, svo nú verður spennandi að vita hvort ég fæ einhver svör!
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Jæja þá eru öll börn komin til skila á viðeigandi staði. Úlfhildi gengur bara vel í vöggustofunni, er farin að vera þar frá kl. 9 og þar til hún vaknar af blundinum, sem hefur lengst verið til rétt fyrir þrjú í gær! Hún mótmælir nú reyndar aðeins þegar ég segi bless, en ég heyri vel að það hættir um leið og ég er komin fram á gang :)
Annars er það að frétta að við vorum netlaus og án sambands við umheiminn alveg frá föstudegi til þriðjudags, úff þvílíkt og annað eins! Einhver ljósleiðari sem bilaði hérna á kollegíinu, en því var sem betur fer kippt í liðinn í gær :) Ég þoldi annars illa þetta netleysi og fékk einhverja magapest á sunnudaginn og gubbaði og gubbaði, því líkur viðbjóður, var fyrst orðin aðeins skárri í gær, en er búin að vera slöpp í maganum í morgun... en vona bara að þetta sé að skána...
Hekla tók þátt í "Swømlangt" hjá sundfélaginu á sunnudaginn og synti eins langt og hún gat, náði alveg 450 metrum stúlkan. Hún er líka komin á Delfin hollið og farin að synda í djúpu lauginni ;) Hún er annars á fullu að undirbúa jólagjafagerð í SFOinu og æfa jólalögin á hörpuna.
Mía er alltaf söm við sig, reyndar er hún að þroskast voða mikið þessa daganna finnst mér. Í morgun sátum við við matarborðið og ég var að gera nestið og hún að borða morgunmatinn, svo fór hún eitthvað að segja mér og ég var eitthvað annars hugar að spá í hvort Hekla væri ekki að koma sér í fötin, þá segir Mía ströng á svip: "Mamma, ertu ekkert að hlusta á mig?" og svo "Ég ER að tala við þig Mamma!" Sem sagt nákvæmlega það sem svo oft er sagt við hana ;) Hún á annars mörg gullkorn þessa daganna, þyrfti að vera duglegri að skrifa niður allar pælingarnar. Hún á líka "kærasta" í leikskólanum segir hún, sá er búinn að vera vinur hennar alveg síðan í vöggustofunni og þau voru lengi vel alveg óaðskiljanleg. Núna er hún hins vegar meira að leika við tvo aðra stráka, þar af Noah nágranna okkar sem hún leikur líka mikið við hérna heima. Svo ég spurði hana náttulega hvort Noah væri ekki kærastinn hennar, þá varð hún hneiksluð á svipinn og sagði nehei, hann er vinur minn :) (kærstinn er s.s. samkvæmt hennar skilgreiningu ekki vinur manns ;)
Annars er það að frétta að við vorum netlaus og án sambands við umheiminn alveg frá föstudegi til þriðjudags, úff þvílíkt og annað eins! Einhver ljósleiðari sem bilaði hérna á kollegíinu, en því var sem betur fer kippt í liðinn í gær :) Ég þoldi annars illa þetta netleysi og fékk einhverja magapest á sunnudaginn og gubbaði og gubbaði, því líkur viðbjóður, var fyrst orðin aðeins skárri í gær, en er búin að vera slöpp í maganum í morgun... en vona bara að þetta sé að skána...
Hekla tók þátt í "Swømlangt" hjá sundfélaginu á sunnudaginn og synti eins langt og hún gat, náði alveg 450 metrum stúlkan. Hún er líka komin á Delfin hollið og farin að synda í djúpu lauginni ;) Hún er annars á fullu að undirbúa jólagjafagerð í SFOinu og æfa jólalögin á hörpuna.
Mía er alltaf söm við sig, reyndar er hún að þroskast voða mikið þessa daganna finnst mér. Í morgun sátum við við matarborðið og ég var að gera nestið og hún að borða morgunmatinn, svo fór hún eitthvað að segja mér og ég var eitthvað annars hugar að spá í hvort Hekla væri ekki að koma sér í fötin, þá segir Mía ströng á svip: "Mamma, ertu ekkert að hlusta á mig?" og svo "Ég ER að tala við þig Mamma!" Sem sagt nákvæmlega það sem svo oft er sagt við hana ;) Hún á annars mörg gullkorn þessa daganna, þyrfti að vera duglegri að skrifa niður allar pælingarnar. Hún á líka "kærasta" í leikskólanum segir hún, sá er búinn að vera vinur hennar alveg síðan í vöggustofunni og þau voru lengi vel alveg óaðskiljanleg. Núna er hún hins vegar meira að leika við tvo aðra stráka, þar af Noah nágranna okkar sem hún leikur líka mikið við hérna heima. Svo ég spurði hana náttulega hvort Noah væri ekki kærastinn hennar, þá varð hún hneiksluð á svipinn og sagði nehei, hann er vinur minn :) (kærstinn er s.s. samkvæmt hennar skilgreiningu ekki vinur manns ;)
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Fjórði í vöggustofuaðlögun
Jæja, þá ætti dúllan að vera að leggja sig núna á vöggustofunni í fyrsta skipti... Við vorum saman á vöggustofunni á þriðjudaginn og hún borðaði hádegismat með krökkunum kl. 11 og svo fórum við heim og hún beint út að sofa. Í gær prufaði ég svo að fara heim í klukkutíma og hún varð eftir á vöggustofunni, það var ekkert vandamál fyrst en svo datt hún á hausinn og fór að gráta og eftir það var hún víst frekar leið :( engin mamma til að hugga hana.. sniff... sniff... En svo kom ég og hún var nú greinilega fegin því og sat svolitla stund í fanginu á mér og andvarpaði öðru hverju með svona hálfgerðum ekka... litla greyið... en svo kom maturinn og þá vildi hún alveg setjast við borðið með krökkunum og borða soldið, en var samt orðin ansi þreytt og eftir matinn fór ég með hana heim að sofa. Í dag fór ég svo klukkan að verða 10 og hún hefur eftir öllu að dæma fengið hádegismat og farið vandræða lítið út í vaginn sinn að sofa... það hefur allavega enginn hringt enn þá... en þeir ætla að hringja þegar hún vaknar svo ég bíð bara átekta :)
Það er annars ferlega skrítið að vera bara hérna heima ein og barnlaus, allt í einu bara heilmikill tími fyrir allt mögulegt, eins og blogg og svona ;)
Það er annars ferlega skrítið að vera bara hérna heima ein og barnlaus, allt í einu bara heilmikill tími fyrir allt mögulegt, eins og blogg og svona ;)
mánudagur, nóvember 17, 2008
Úlla byrjar á vöggustofunni
Í dag byrjaði Úlfhildur á vöggustofunni, við vorum reyndar búnar að fara í heimsókn þangað í síðustu viku og vera í klukkutíma, en í dag vorum við alveg einn og hálfan ;) Hún kann voða vel við sig á vöggustofunni, allt fullt af spennandi dóti og krökkum, hún er á yngstu deildinni sem heitir "Kaninerne" og þar eru börn upp í eins og hálfs árs, alls 10 stk þegar mest er, en það voru allavega 9 í dag. Ég sé það vel þarna að hún er ákaflega stór og vel þroskuð miðað við aldur því hún er næstum á hæð við þau stærstu og þrammar auðvitað um allt, en það gera nú ekki allir...
En hún er enn sem komið er ákaflega örugg með sig þarna og lætur eiginlega bara eins og hún hafi verið þarna lengi, en nú er bara að vona að það verð áfram þannig þegar ég fer að skilja hana eftir... Hún fór reyndar út á leikvöllinn í dag án mín, meðan ég var inni, en kom svo inn til mömmu sinnar þegar hún varð leið, enda líka orðin þreytt og lúin.
Á deildinni eru 3 starfsmenn, þar af einn menntaður pædagog, og hann og einn annar karlmenn! Soldið merkilegt svona á yngstu deildunum, en auðvitað bara hið besta mál. Leikskólakennarinn (hann Tino) er frekar nýr þarna en hinn var á vöggustofunni hennar Míu þegar hún var þar, ákaflega viðkunnanlegur ungur skrákur. Hann Tino er hins vegar pínu spes, eins og kanski lög gera ráð fyrir með menn á vöggustofum ;) en mér lýst svo sem ekkert illa á hann. Hann er mikið að pæla í hlutunum, hvernig sé nú best að hafa þetta, en virðist kanski ekki alltaf alveg vita í hvorn fótinn hann á að stíga, pínu fyndinn. En hann leggur sig allavega allan fram og syngur líka fyrir börnin þó hann hafi nú kanski ekki mikla söngrödd :þ En það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur til með að ganga, Úllu líst allavega ekkert illa á hann og það er nú fyrir öllu :) Jæja nánar um framhaldið síðar...
En hún er enn sem komið er ákaflega örugg með sig þarna og lætur eiginlega bara eins og hún hafi verið þarna lengi, en nú er bara að vona að það verð áfram þannig þegar ég fer að skilja hana eftir... Hún fór reyndar út á leikvöllinn í dag án mín, meðan ég var inni, en kom svo inn til mömmu sinnar þegar hún varð leið, enda líka orðin þreytt og lúin.
Á deildinni eru 3 starfsmenn, þar af einn menntaður pædagog, og hann og einn annar karlmenn! Soldið merkilegt svona á yngstu deildunum, en auðvitað bara hið besta mál. Leikskólakennarinn (hann Tino) er frekar nýr þarna en hinn var á vöggustofunni hennar Míu þegar hún var þar, ákaflega viðkunnanlegur ungur skrákur. Hann Tino er hins vegar pínu spes, eins og kanski lög gera ráð fyrir með menn á vöggustofum ;) en mér lýst svo sem ekkert illa á hann. Hann er mikið að pæla í hlutunum, hvernig sé nú best að hafa þetta, en virðist kanski ekki alltaf alveg vita í hvorn fótinn hann á að stíga, pínu fyndinn. En hann leggur sig allavega allan fram og syngur líka fyrir börnin þó hann hafi nú kanski ekki mikla söngrödd :þ En það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur til með að ganga, Úllu líst allavega ekkert illa á hann og það er nú fyrir öllu :) Jæja nánar um framhaldið síðar...
föstudagur, október 31, 2008

Átti alltaf eftir að setja inn mynd af hörpuleikaranum okkar :)
Hörpuspilið gengur annars bara alveg glimmrandi, hún ef farin að geta spilað heilu lögin, með báðum höndum og alltaf fleiri og fleiri puttum :) Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að harpan er sannarlega vanmetið hljóðfæri og ráðlegg hverjum sem er að læra að spila á fyrirbærið. Þyrfti reyndar að setja inn mynd að hljóðfærinu í öllu sínu veldi, geri það við næsta tækifæri.
Strokufanginn

Jæja þá er litla tröllið að verða búið að finna leið út úr fangelsinu... Settum gamla góða Fisher Price bóndabæinn í leikgrindina í dag til að hún hefði nú eitthvað spennandi að dunda sér við, það virkaði ágætlega... á Míu líka ;) En svo fór henni að leiðast og þá fattaði hún að bóndabærinn var einmitt það sem hana vantaði til að komast yfir múrinn... Við stóðum bara og gláptum, en Hörður dreif sig svo að finna myndavélina á meðan ég var tilbúin að grípa, er annars viss um að hún hefði alveg komist niður hinumegin ef við hefðum ekki truflað hana ;) Hún kemst orðið t.d. niður úr rúminu okkar vandræðalaust, þó það sé mannhæðar hátt fyrir hana.

Hér var annars hin gamla "danska" hátíð Halloween haldin hátíðleg í dag. Hekla tók Míu systur sína með sér út að ganga í hús og var það mikið fjör. Mía entist nú ekki lengi í þessu húsa rápi, en Hekla og félagar voru alveg fram að kvöldmat og fóru held ég bara í nokkurnveginn öll húsin á kollegíinu. Nammipokinn sem hún kom með heim vóg 550 grömm og stendur slátrun hans yfir í þessum orðum skrifuðum.
laugardagur, október 11, 2008
Haust
Jæja þá er "efterårsferien" að hefjast. Ekki það að við séum að fara neitt, eiginlega bara Hekla sem fær frí í skólanum, Mía bara einhverja daga ef okkur þóknast. Það væri nú samt snilld að halda alltaf viku haustfrí, ætla að stefna að því í framtíðinni, get ekki beint tekið mér frí frá núverandi starfi ;)
Heilsan er í augnablikinu nokkuð góð hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Úlfa litla reyndar soldið pirruð á köflum, en mig grunar að það sé kanski vegna nýrra tanna sem eru eitthvað að fara að láta kræla á sér. En hún er komin með 5 stykki eins og staðan er í dag.
Haustið er nú annars að byrja að bresta á fyrir alvöru, síðustu daga er slatti af trjám farinn að skipta litum og sólblómin í garðinum eru byrjuð að fölna. Hekla tók restina af gulróta uppskerunni upp úr blómabeðinu í gær og plokkaði síðustu tómatanna af tómataplöntunni. Skemmtilegar gulrætur :) Hún sáði næstum fullu bréfi af gulrótarfræum í einn blómapott til að byrja með... og jú jú, það komu upp fullt af grösum... þannig að ég tók mig til einn daginn og tók eina og eina og potaði ofan í blómabeðið... veit ekki hvort það er algengt að gulrótum sé umpottað á þennan hátt, en þær lifðu þetta allavega af og uxu áfram í beðinu. Urðu nú reyndar ekkert voða stórar, en það er nú vegna þess að það er ekki sérstaklega djúpt niður á stein í blómabeðinu... ;)

Heilsan er í augnablikinu nokkuð góð hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Úlfa litla reyndar soldið pirruð á köflum, en mig grunar að það sé kanski vegna nýrra tanna sem eru eitthvað að fara að láta kræla á sér. En hún er komin með 5 stykki eins og staðan er í dag.
Haustið er nú annars að byrja að bresta á fyrir alvöru, síðustu daga er slatti af trjám farinn að skipta litum og sólblómin í garðinum eru byrjuð að fölna. Hekla tók restina af gulróta uppskerunni upp úr blómabeðinu í gær og plokkaði síðustu tómatanna af tómataplöntunni. Skemmtilegar gulrætur :) Hún sáði næstum fullu bréfi af gulrótarfræum í einn blómapott til að byrja með... og jú jú, það komu upp fullt af grösum... þannig að ég tók mig til einn daginn og tók eina og eina og potaði ofan í blómabeðið... veit ekki hvort það er algengt að gulrótum sé umpottað á þennan hátt, en þær lifðu þetta allavega af og uxu áfram í beðinu. Urðu nú reyndar ekkert voða stórar, en það er nú vegna þess að það er ekki sérstaklega djúpt niður á stein í blómabeðinu... ;)

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)